Handbolti

Stuðningsmenn Íslands hita upp af krafti | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Split skrifar
Það er létt í mönnum í teitinu.
Það er létt í mönnum í teitinu. vísir/ernir
Það er góð stemning hjá íslensku stuðningsmannasveitinni í Split og þeir hafa hitað hraustlega upp í allan dag.

HSÍ stóð fyrir léttum töflufundi á hittingnum hjá íslenska hópnum í dag. Þar náðu Íslendingarnir að þjappa hópnum saman og vökva söngfærin fyrir kvöldið.

Var vel mætt og gerður góður rómur að stemningunni. Þetta góða fólk ætlar svo að reyna að öskra í kapp við um ellefu þúsund Króata á eftir.

Ernir Eyjólfsson skellti sér í teitið og tók myndirnar sem fylgja með fréttinni.

vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir
vísir/ernir

Tengdar fréttir

EM-dagbókin: Keðjureykjandi Króatar

Hin stórkostlega íþróttaþjóð Króatía hefði mjög gott af því að eiga eitt stykki króatískan Þorgrím Þráinsson því hér reykja svo gott sem allir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×