Reginn telur of langt gengið í að vernda íbúana Garðar Örn Úlfarsson skrifar 15. janúar 2018 08:00 Bergstaðastræti þar sem gatan gengur í gegn um Bjargarstíg. Báðar göturnar á að skilgreina sem aðalgötur. vísir/anton brink Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á. Fasteignafélagið Reginn sem á Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem Hótel Óðinsvé er til húsa mótmælir breytingu á svæðinu þar sem felur í sér að ekki megi breyta núverandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi fyrir vöxt og viðgang núverandi hótels sem eigi þá ekki lengur möguleika á að taka fleiri byggingar við eða í næsta nágrenni undir hótelið.Benóný Ægisson, formaður Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur.vísir/andri marinó„Þetta ógnar rekstri Hótel Óðinsvéa til framtíðar í samkeppni við ný hótel og bindur hendur rekstraraðila Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrareininguna með fjölgun herbergja. Fasteignafélagið Reginn telur að með þessari viðbót sé óþarflega langt gengið í þeirri viðleitni að vernda íbúasamfélagið í jaðri miðborgarkjarnans,“ segir í bréfi Regins þar sem vísað er í viðkomandi svæði virki jafnframt sem bakland fyrir miðborgarkjarnann. Stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar vill þrengri skilgreiningu á aðalgötum og meiri takmarkanir á veitingahúsa- og gistihúsarekstri í miðbænum en í öðrum hverfum. Lögð er áhersla á að hornhús við aðalgötur sem til heyra þó hliðagötum fá ekki sömu heimildir til slíks rekstrar og gildir um aðalgötur. Opnunatími nærri íbúabyggð verði ekki lengdur. „Miðað við venju á íslenskum veitingastöðum eru drykkir framreiddir að lokunartíma og því getur háreysti og ónæði fylgt fram yfir miðnætti," segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, formanni íbúasamtakanna. Í greinargerð frá borginni segir meðal annars að ákvæði um veitingastaði miði almennt að því að tryggja að við staðsetningu vínveitingastaða og ákvörðun um opnunartíma þeirra sé tekið tillit til nálægðar við íbúabyggð. „Jafnframt er markmiðið með skýrari ákvæðum að tryggja aukinn sveigjanleika þannig að matsölustaðir með vínveitingaleyfi geti þrifist á völdum svæðum innan íbúðarbyggðar, samanber markmið um fjölbreytni og mannlíf innan hverfanna,“ segir í greinargerðinni. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í þarsíðustu viku og málinu vísað áfram til meðferðar í borgarráði. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fasteignafélög og íbúasamtök miðborgarinnar eru meðal þeirra sem gera athugasemdir við breytingu á aðalskipulagi miðbæjar Reykjavíkur vegna veitingahúsa og gististaða. Ýmis sjónarmið togast á. Fasteignafélagið Reginn sem á Lokastíg 2 og Þórsgötu 1 þar sem Hótel Óðinsvé er til húsa mótmælir breytingu á svæðinu þar sem felur í sér að ekki megi breyta núverandi atvinnu- og íbúðarhúsnæði þar í gistiþjónustu. Þetta sé hamlandi fyrir vöxt og viðgang núverandi hótels sem eigi þá ekki lengur möguleika á að taka fleiri byggingar við eða í næsta nágrenni undir hótelið.Benóný Ægisson, formaður Íbúsamtaka Miðborgar Reykjavíkur.vísir/andri marinó„Þetta ógnar rekstri Hótel Óðinsvéa til framtíðar í samkeppni við ný hótel og bindur hendur rekstraraðila Hótels Óðinsvéa til að efla rekstrareininguna með fjölgun herbergja. Fasteignafélagið Reginn telur að með þessari viðbót sé óþarflega langt gengið í þeirri viðleitni að vernda íbúasamfélagið í jaðri miðborgarkjarnans,“ segir í bréfi Regins þar sem vísað er í viðkomandi svæði virki jafnframt sem bakland fyrir miðborgarkjarnann. Stjórn Íbúsamtaka Miðborgarinnar vill þrengri skilgreiningu á aðalgötum og meiri takmarkanir á veitingahúsa- og gistihúsarekstri í miðbænum en í öðrum hverfum. Lögð er áhersla á að hornhús við aðalgötur sem til heyra þó hliðagötum fá ekki sömu heimildir til slíks rekstrar og gildir um aðalgötur. Opnunatími nærri íbúabyggð verði ekki lengdur. „Miðað við venju á íslenskum veitingastöðum eru drykkir framreiddir að lokunartíma og því getur háreysti og ónæði fylgt fram yfir miðnætti," segir í bréfi frá Benóný Ægissyni, formanni íbúasamtakanna. Í greinargerð frá borginni segir meðal annars að ákvæði um veitingastaði miði almennt að því að tryggja að við staðsetningu vínveitingastaða og ákvörðun um opnunartíma þeirra sé tekið tillit til nálægðar við íbúabyggð. „Jafnframt er markmiðið með skýrari ákvæðum að tryggja aukinn sveigjanleika þannig að matsölustaðir með vínveitingaleyfi geti þrifist á völdum svæðum innan íbúðarbyggðar, samanber markmið um fjölbreytni og mannlíf innan hverfanna,“ segir í greinargerðinni. Breytingin var samþykkt í umhverfis- og skipulagsráði í þarsíðustu viku og málinu vísað áfram til meðferðar í borgarráði.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira