Enski boltinn

Sjáið markaveisluna þegar Liverpool vann topplið Manchester City

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sadio Mane fagnar marki sínu í gær en hann átti frábæran leik.
Sadio Mane fagnar marki sínu í gær en hann átti frábæran leik. Vísir/Getty
Liverpool varð í gær fyrsta enska liðið til að vinna topplið Manchester City á þessu tímabili en leikur liðanna á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gær var stórkostleg skemmtun.

Mörkin voru sjö talsins en þau höfðu getað verið mun fleiri því nóg var að færum og ekki má heldur gleyma stangar- og sláarskotunum hjá liðunum.

Það var 1-1 í hálfleik en Liverpool skoraði þrjú mörk á níu mínútna kafla í seinni hálfleik og náði einnig stangarskoti á þessum ótrúlegum kafla.

Liverpool komst því í 4-1 í leiknum en City menn skoruðu tvö mörk á lokakaflanum og fengu stuðningsmenn Liverpool til að svitna aðeins.

Bournemouth vann 2-1 endurkomusigur á Arsenal í hinum leik dagsins en það þýðir að Arsenal er nú átta stigum frá fjórða sætinu. Lærisveinar Wenger hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum í deildinni og duttu einnig út úr enska bikarnum.

Hér fyrir neðan má sjá mörkin úr leikjum gærdagsins en 23. umferðinni lýkur síðan með leik Manchester United og Stoke í kvöld.





Bournemouth 2 - 1 Arsenal
Liverpool 4 - 3 Manchester City
Sunnudagsleikirnir



Fleiri fréttir

Sjá meira


×