Innlent

Einn áfram í gæsluvarðhaldi í peningaþvættismáli

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Mennirnir voru í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember.
Mennirnir voru í hópi fimm Pólverja sem voru handteknir í viðamiklum aðgerðum lögreglu í desember. Vísir/Ernir
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á föstudaginn á gæsluvarðhaldskröfu yfir öðrum mannanna sem setið hefur í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar á peningaþvætti alþjóðlegra glæpasamtaka hér á landi. Hinum manninum var sleppt úr haldi en báðir hafa þeir setið í einangrun síðan 12. desember.

RÚV greindi fyrst frá og þar kemur fram að maðurinn sem enn er í haldi sé eigandi pólsku verslunarkeðjunnar Euro Market og að sá sem sleppt var úr haldi sé framkvæmdastjórinn, en verslunarkeðjan er talin tengjast málinu.

Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu.Fréttablaðið/Anton Brink
„Það var einum sleppt, það er að segja það var ekki farið fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir öðrum þeirra núna fyrir helgina. Hans aðild telst nægilega upplýst, til að þurfa ekki að halda honum lengur eða gera kröfu um það. Síðan breytist það með hinn, hann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna,“ segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við Vísi.

Maðurinn sem enn er í gæsluvarðhaldi mun þó vera laus úr einangrun en sætir áfram gæsluvarðhaldi til 9. febrúar.

Þrír menn voru handteknir í aðgerðum lögreglu þann 12. desember en var einum sleppt þann 20. desember. Í aðgerðum lögreglu var lagt hald á fasteignir, bíla og reiðufé að andvirði um 200 milljóna króna. Sömuleiðis fíkniefni en söluvirði þeirra er talið nema um 400 milljónum króna.


Tengdar fréttir

Euro Market viðriðið glæpahringinn

Grunur leikur á að verslunarfyrirtækið Market ehf. tengist umfangsmiklu sakamáli sem greint var frá á blaðamannafundi í gærdag og teygir anga sína til Íslands. Lögreglan fór í húsleitir í pólskum smávöruverslunum Euro Market.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×