Lífið

Stone sprakk úr hlátri þegar hún var spurð hvort hún hefði verið áreitt kynferðislega

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sharon Stone hefur greinilega lent í hræðilegum aðstæðum á sínum ferli.
Sharon Stone hefur greinilega lent í hræðilegum aðstæðum á sínum ferli.
Mikið hefur verið fjallað um kynferðisbrot og kynferðislega áreitni í kvikmyndageiranum í Bandaríkjunum síðustu vikur og mánuði. Fjölmargar konur hafa stigið fram og sakað hátt setta menn innan kvikmyndabransans í Hollywood um kynferðislega áreitni og jafnvel nauðganir undir merkjum #metoo byltingarinnar.

Leikkonan Sharon Stone var í viðtali á sjónvarpsstöðinni CBS á dögunum, í þættinum Sunday Morning. Sjónvarpsmaðurinn Lee Cowan spurði Stone hvort hún hefði einhvern tímann verið í óþægilegri aðstöðu á sínum ferli.

Fyrstu viðbrögð Sharon Stone voru þau að hún sprakk úr hlátri og hló í góðar tíu sekúndur. Síðan sagði hún:

„Getur þú ímyndað þér bransann sem ég gekk inn í fyrir fjörutíu árum. Lítandi út eins og ég og frá einhverjum smábæ í Pennsylvania. Það var enginn til staðar til að vernda mig og ég hef séð þetta allt.“

Stone er 59 ára og sló hún fyrst í gegn árið 1992 þegar hún fór með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Basic Instinct.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×