Fótbolti

Mbappe, Neymar og Cavani hættulegastir í Evrópu

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Þessir þrír hafa verið óstöðvandi í vetur
Þessir þrír hafa verið óstöðvandi í vetur vísir/getty
Edinson Cavani, Neymar og Kylian Mbappe eru besta sóknarþrenning Evrópu, en Bleacher Report hefur tekið saman gögn um alla sóknarmenn í fimm stærstu deildum Evrópu og Meistaradeildinni til þess að skoða hverjir eru hættulegastir fram á við.

Sóknarþrenning Paris Saint-Germain á sín á milli 38 deildarmörk á tímabilinu og 20 stoðsendingar.

„Það er fullkomið jafnvægi á milli þeirra. Cavani er alltaf til staðar í fremstu línu og þeirra aðal markaskorari. Neymar er konungurinn í því að hlaupa upp völlinn og getur galdrað eitthvað sérstakt fram úr erminni. Mbappe er ótrúlega hraður og leiðir skyndisóknir af krafti. Saman eru þeir með ótrúlegt eyðileggingarvald,“ segir í umsögn Bleacher Report.

Næstir á eftir PSG þrenningunni eru þeir Sergio Aguero, Raheem Sterling og Leroy Sane sem hafa siglt Manchester City á topp ensku úrvalsdeildarinnar. Þeir þrír eiga samtals 34 mörk og 18 stoðsendingar.

Lionel Messi, Luis Suarez og Paulinho hjá Barcelona eru í þriðja sæti. Framherjar Liverpool og Tottenham fylgja í fjórða og fimmta sæti. Liðið sem situr í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar, Manchester United, er hins vegar aðeins í níunda sæti.

Spánar- og Evrópumeistarar Real Madrid eru í 19. sæti listans með 10 mörk og 9 stoðsendingar frá Cristiano Ronaldo, Karim Benzema og Isco. Þeir mega teljast heppnir að í samantektinni var einnig tekið mið af Meistaradeild Evrópu, því annars kæmist sóknarlína Real Madrid ekki á listann.

Þeir þrír leikmenn sem mestan spilatíma hafa fengið í framlínunni voru valdir í samsetningar þrennanna, í þeim tilfellum þar sem 4-4-2 uppstillingin er nærri eingöngu notuð var árangursríkasti miðjumaðurinn tekinn með. Tölfræðin á bara við um deildarmörk og er ekki aðal viðmið niðurröðunarinnar.

Hættulegustu sóknarþrenningar Evrópu

1 Edinson Cavani, Neymar, Kylian Mbappe (PSG) - 38 mörk, 20 stoðsendingar

2 Sergio Aguero, Raheem Sterling, Leroy Sane (Manchester City) - 34 mörk, 18 stoðsendingar

3 Lionel Messi, Luis Suarez, Paulinho (Barcelona) - 38 mörk, 12 stoðsendingar

4 Roberto Firmino, Mohamed Salah, Sadio Mane (Liverpool) - 34 mörk, 15 stoðsendingar

5 Harry Kane, Christian Eriksen, Heung-Min Son (Tottenham) - 34 mörk, 11 stoðsendingar

6 Mauro ICardi, Ivan Perisic, Antonio Candreva (Inter Milan) - 25 mörk, 15 stoðsendingar

7 Ciro Immobile, Luis Alberto, Sergej Milinkovic-Savic (Lazio) - 31 mark, 16 stoðsendingar

8 Simone Zaza, Rodrigo, Goncalo Guedes (Valencia) - 23 mark, 10 stoðsendingar

9 Romelu Lukaku, Anthony Martial, Jesse Lingard (Manchester United) - 26 mörk, 12 stoðsendingar

10 Gonzalo Higuain, Paulo Dybala, Mario Mandzukic (Juventus) - 25 mörk, 8 stoðsendingar

11 Mariano, Nabil Fekir, Memphis Depay (Lyon) - 35 mörk, 12 stoðsendingar

12 Dries Mertens, Lorenzo Insigne, Jose Callejon (Napólí) - 21 mark, 13 stoðsendingar

13 Vincent Aboubakar, Moussa Marega, Yacine Brahimi (Porto) - 33 mark, 11 stoðsendingar

14 Alvaro Morata, Eden Hazard, Willian (Chelsea) - 19 mörk, 11 stoðsendingar

15 Robert Lewandowski, Thomas Muller, Kingsley Coman (Bayern Munich) - 20 mörk, 7 stoðsendingar

16 Iago Aspas, Maxi Gomez, Pione Sisto (Celta Vigo) - 23 mörk, 15 stoðsendingar

17 Kevin Volland, Julian Brandt, Leon Bailey (Bayer Leverkusen) - 20 mörk, 7 stoðsendingar

18 Alexandre Lacazette, Alexis Sanchez, Mesut Özil (Arsenal) - 19 mörk, 11 stoðsendingar

19 Cristiano Ronaldo, Karim Benzema, Isco (Real Madrid) - 10 mörk, 9 stoðsendingar

20 Radamel Falcao, Thomas Lemar, Balde Keita (Mónakó) - 22 mörk, 7 stoðsendingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×