Þetta eru hættulegustu gatnamót landsins Baldur Guðmundsson skrifar 18. janúar 2018 07:00 Umferðin á Miklubraut er þung á mestu annatímum. Vísir/Ernir „Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
„Þetta sýnir okkur að hættulegustu gatnamót landsins eru ljósastýrð,“ segir Ólafur Guðmundsson, tæknistjóri EuroRAP á Íslandi. Í skýrslum Samgöngustofu er að finna lista yfir hættulegustu gatnamót landsins í þéttbýli. Þegar tölurnar fyrir undanfarin tíu ár eru lagðar saman sést að þrenn hættulegustu gatnamótin eru við Miklubraut. Engin af þeim gatnamótum sem rata á topplista tímabilsins 2007 til 2016 eru með hringtorgum eða eru mislæg. Þó má nefna að gatnamótin við Höfðabakka komast á listann en á þeim eru umferðarljós.Ólafur bendir á að fjölförnustu gatnamót landsins, gatnamót Reykjanesbrautar og Miklubrautar, komist ekki á lista yfir 20 hættulegustu gatnamót höfuðborgarsvæðisins. „Það segir mér að ljósastýrð gatnamót eru hættulegri en hringtorg eða mislæg gatnamót.“ Það sé því ekki lögmál að fjölförnustu gatnamót landsins séu þau hættulegustu. Ólafur, sem vinnur að því hjá EuroRAP að leggja mat á íslenska vegakerfið, segir að ljósastýrð gatnamót séu með „innbyggðum killer“. „Ef eitthvað klikkar á þeim þá verður það vont. Það eru allir á fullri ferð. Sá sem klikkar í hringtorgi er alltaf á minni ferð,“ útskýrir Ólafur og bætir við að á ljósastýrðum gatnamótum verði árekstrarnir yfirleitt beint framan/aftan á bíla eða inn í hlið þeirra. Í hringtorgum sé hornið um 30 gráður. Þrenn hættulegustu gatnamótin við Miklubraut eru við Háaleitisbraut, Grensásveg og Kringlumýrarbraut. Á hverjum gatnamótum hafa orðið á bilinu 34 til 40 slys undanfarin tíu ár þar sem meiðsli verða á fólki. Ólafur vill fá Miklubraut í stokk og frítt flæði um þessa fjölförnustu götu landsins. Þá muni rauðu punktarnir á kortinu einfaldlega hverfa. Hann bendir á að mislæg gatnamót Miklubrautar og Réttarholtsvegar komist hvergi á blað þegar slysatölur eru skoðaðar en segir þó að menn þurfi að vanda sig. Þannig verði oft slys á illa heppnuðum gatnamótum Vesturlandsvegar og Höfðabakka. Þar séu það ljósin uppi á brúnni sem valdi slysum. Mislæg gatnamót eru dýr í framkvæmd en Ólafur bendir á að sums staðar megi einfaldlega setja niður hringtorg. Sprungin hringtorg og ljósastýrð gatnamót anni álíka mikilli umferð. Slysin verði hins vegar ekki eins alvarleg í hringtorgunum, enda sé hraðinn miklu minni. „Þetta kostar peninga og þetta verður átak. En við komumst ekki hjá því,“ segir hann. Ólafur vill að hlutlausir sérfræðingar verði fengnir til að gera faglegt umferðarmódel af öllu höfuðborgarsvæðinu í heild, með það fyrir augum að auka flæði umferðarinnar og draga úr slysahættu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira