Erlent

Vill herinn inn í sænsk úthverfi

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata.
Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. vísir/afp
Svíþjóðardemókratar vilja senda herinn til höfuðs glæpagengjum sem berjast í úthverfum sænskra borga. Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, bendir á að í Danmörku fái hermenn svolitla kennslu í lögreglustörfum og þeir starfi síðan undir stjórn lögreglu til að halda uppi lögum og reglu.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar, útilokar ekki að slíkt komi til greina. Fyrst þurfi þó að auka samvinnu ýmissa stofnana til að stöðva glæpastarfsemina.

Dómsmálaráðherra Svíþjóðar, Morgan Johansson, vísar á bug tillögu Svíþjóðardemókrata um að herinn hjálpi til í baráttunni gegn glæpagengjunum. Lögreglan hafi þekkingu til þess en ekki herinn. Ekki sé nóg að vera vopnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×