Fótbolti

Eiður um Ronaldinho: Tók fótboltann upp á næsta stig

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Eiður og Ronaldinho náðu vel saman, innan sem utan vallar. Hér fagna þeir marki í leik gegn Chivas.
Eiður og Ronaldinho náðu vel saman, innan sem utan vallar. Hér fagna þeir marki í leik gegn Chivas. Vísir / Getty
Eiður Smári Guðjohnsen, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, hefur augljóslega mikið dálæti á brasílíska töframanninum Ronaldinho, sem tilkynnti í gær að hann hefði lagt fótboltaskóna á hilluna.

Eiður og Ronaldinho léku saman í Barcelona árin 2006-2008 og náðu vel saman, innan sem utan vallar.

Birti Eiður nokkrar myndir af þeim félögum saman á Instagram síðu sinni með eftirfarandi kveðju.

„Ég spilaði með honum og ég spilaði á móti honum. Það er óhætt að segja að Ronaldinho hafi tekið fótboltann upp á næsta stig. Fótboltinn kveður töframanninn með stærsta brosið.“

Það hefur lítið farið fyrir Ronaldinho síðastliðin ár en hann hefur ekki spilað með atvinnumannaliði frá því hann lék með Fluminese í heimalandi sínu árið 2015.

Ferill Ronaldinho er glæsilegur og af mörgu að taka. Þar á meðal varð hann heimsmeistari með Brasilíumönnum árið 2002 og evrópumeistari með Barcelona 2006. Auk þess var hann tvívegis valinn besti fótboltamaður heims.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×