Enski boltinn

„Messi, hver er það?“

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Spilar hann úr skóm af gulli, þessi Messi?
Spilar hann úr skóm af gulli, þessi Messi? vísir/getty
Jón Daði Böðvarsson skoraði þrennu fyrir Reading gegn Stevenage í ensku bikarkeppninni í vikunni. Hann var í skemmtilegu viðtali hjá félagi sínu í beinni útsendingu á Facebook þar sem hann sló á létta strengi.

Eins og ávalt þegar strákarnir í landsliðinu eru í viðtölum var minnst á Heimsmeistarmótið í Rússlandið og Jón Daði var spurður út í það að mæta Lionel Messi, einum besta knattspyrnumanni, ef ekki þeim besta, í heimi.

„Hver er það?“ spurði Jón Daði léttur. „Hann er ekki að skora þrennur hér á Majeski vellinum, svo ég veit það ekki,“ tók þáttastjórnandinn undir í gríninu.

Jón Daði fékk að eiga boltann sem leikið var með í bikarleiknum, eins og venjan er þegar leikmenn skora þrennu.

„Þetta er góður minjagripur til þess að eiga. Ég á ekki 70 bolta eins og Ronaldo, en þetta er skemmtilegt,“ sagði Jón Daði. Þá benti þáttastjórnandinn á að Jón þyrfti þó ekki að fara ítrekað í IKEA og kaupa nýja skápa undir boltana eins og Ronaldo hljóti að gera.

Þá ræddi Jón Daði um hvernig honum líki lífið í Reading, fór yfir tónlistarsmekk sinn og hvaða sjónvarpsþætti hann fylgist með. Þetta skemmtilega viðtal má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×