Enski boltinn

Pochettino: Sýnið þolinmæði

Dagur Lárusson skrifar
Mauricio Pochettino
Mauricio Pochettino vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, hefur beðið stuðningsmenn liðsins að sýna þolinmæði hvað varðar samningamál Toby Alderweireld.

Mikið hefur verið rætt um framtíð Belgans hjá félaginu en hann er sagður vilja stóra launahækkun.

„Ég vil bara biðja stuðningsmennina að sýna þolinmæði og treysta Daniel Levy. Hann á ennþá tvö og hálft ár eftir af samningi sínum,“ sagði Pochettino sem tók Messi sem dæmi sem átti sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Barcelona.

„Sjálfur Messi átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum hjá Barcelona, Messi! Ef eitthvað marktækt gerist hvað varðar Toby eða aðra leikmenn þá mun félagið láta alla vita.“

Toby Alderweireld hefur verið algjör lykilmaður í liði Tottenham síðan hann kom árið 2015 en mikivægi hans í vörn Tottenham hefur sýnt sig síðustu vikur þar sem Tottenham hefur aðeins tekist að halda hreinu í fjórum leikjum frá því í hann meiddist í byrjun nóvember.


Tengdar fréttir

Pochettino: Þurfum að sýna stöðuleika

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að liðið sitt verði að sýna meiri stöðuleika í deildinni en síðustu vikur hafa einkennst af vonbrigðum hjá Tottenham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×