Innlent

Vetrarfærð í öllum landshlutum

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Vetrarfærð er á landinu öllu.
Vetrarfærð er á landinu öllu. vísir/vilhelm
Vetrarfærð er í öllum landshlutum, víða hálkublettir eða hálka og sums staðar snjóþekja. Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Hrafnseyrar- og Dynjandisheiðar á Vestfjörðum eru ófærar og þungfært er norður í Árneshrepp. Þá er élgjagangur og skafrenningur víða á Norðurlandi og þæfingsfærð á Öxnadalsheiði, Víkurskarði og Mývatnsöræfum. Tekið er fram að færðin gæti versnað með kvöldinu enda lauk þjónustu klukkan 18.

Ófært er yfir Fjarðarheiði á Austurlandi en annars éljagangur eða skafrenningur á fjallvegum í landshlutanum. Ófært er yfir Öxi og Breiðdalsheiði.

Þá vara Vegagerðin og Náttúrustofa Austurlands við umferð hreindýra á Austur- og Suðausturlandi.

Þeir sem verða á ferðinni um Suður- og Suðausturland á morgun eru jafnframt hvattir til þess að sýna aðgát vegna hvassviðris en gul viðvörun er í gildi hjá Veðurstofu Íslands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×