Innlent

Enn ekkert nám á Hólmsheiði

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Fangelsið Hólmsheiði.
Fangelsið Hólmsheiði. vísir/gva
Menntamál í fangelsinu á Hólmsheiði eru enn í óvissu og ljóst að nám hefst ekki um áramót eins og stefnt var að. Ekki hefur verið gengið frá samningum við menntamálaráðuneytið um nám á Hólmsheiði en eins og Fréttablaðið greindi frá í haust hætti Fjölbrautaskóli Suðurlands að sinna föngum á Hólmsheiði í haust til að þrýsta á um aukið fjármagn til kennslunnar.

„Starfsmenn skólans eru tilbúnir að mæta á Hólmsheiði en það er ekki komið á hreint með hvaða hætti kennslumál eru hugsuð inn í starfsemina þar,“ segir Olga Lísa Garðarsdóttir, skólameistari FSu.

„Við höfum bætt við þjónustu sérkennara og ráðgjafa varðandi sérkennslu bæði á Litla-Hrauni og Sogni, sem ekki hefur verið boðið upp á í fangelsunum áður. Þörfin er brýn og slíka þjónustu þarf að bjóða á Hólmsheiði líka,“ segir Olga. Hún segir unnið að stefnumótun fyrir nám á Hólmsheiði og vonir standi til að málin skýrist fljótlega eftir áramót.

Þrátt fyrir að Hólmsheiði sé fyrst og fremst hugsað sem móttökufangelsi án umfangsmikils betrunarstarfs, hefur fangelsið tekið við hlutverki fangelsisins í Kópavogi sem kvennafangelsi og möguleikar til náms því ekki síst hugsaðir fyrir konur í langtímaafplánun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×