Mengunin skaðlegri en í eldgosi Daníel Freyr Birkisson skrifar 2. janúar 2018 08:00 Þykkur reykjarmökkur lá yfir höfuðborgarsvæðinu á nýársnóttu. vísir/egill Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Svifryk í andrúmslofti á höfuðborgarsvæðinu mældist töluvert yfir heilsuverndarmörkum skömmu eftir miðnætti á nýársdag samkvæmt mælingum loftgæðafarstöðva. Sólarhrings heilsuverndarmörk einstaklings vegna svifryks eru 50 míkrógrömm á rúmmetra (µg/m3) en hæsta hlutfallið mældist skömmu eftir miðnætti hjá loftgæðafarstöðinni í Dalsmára í Kópavogi þegar svifryksmagn fór yfir 4.500 µg/m3. Á sama tíma var magnið 2.500 á Grensásvegi í Reykjavík og 1.700 µg/m3 í loftgæðafarstöðinni í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum í Laugardal. Til þess að setja þessar tölur í samhengi má geta þess að í kjölfar eldgossins í Eyjafjallajökli mældist svifryksmengun í Reykjavík í kringum 2.000 µg/m3. Ragnhildur Finnbjörnsdóttir, doktor í lýðheilsuvísindum, segir svifryksagnirnar í flugeldum vera smærri og fíngerðari en í eldgosinu. „Smærri agnirnar ná miklu lengra ofan í lungun og ná ekki að síast út í nefinu og nefkokinu. Þær geta einnig farið inn í blóðrásina og jafnvel inn í líffærin.“ Hún segir vísindafólk hætt að tala um það hvort svifryk sé hættulegt, heldur sé frekar talað um það hvernig hættan sem því fylgir hafi áhrif á fólk. Áhrif svifryks sjást einkum í lungnaþembu og með auknum astmaeinkennum. Því hærra sem svifryksgildi fer, því meiri eru áhrifin á lungnastarfsemina. Auk þess bendir Ragnhildur á erlendar rannsóknir sem sýna fram á samband aukinna hjartsláttartruflana, heilablóðfalla, hærri blóðþrýstings og kransæðastífla við hækkandi svifryksgildi. Það sé því nauðsynlegt að vera á varðbergi gagnvart slíku. Börn, aldraðir og fólk með öndunarfærasjúkdóma séu þeir hópar sem berskjaldaðastir eru fyrir auknu svifryki í andrúmsloftinu. Notkun þungmálma er algeng í flugeldum til þess að kalla fram ákveðna liti og segir Ragnhildur að það sé nokkuð varhugavert. „Þungmálmar eru þrávirk efni sem safnast upp og eru krabbameinsvaldandi.“Jón Magnús Kristjánsson er yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum.vísir/anton brinkJón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, segir að spítalinn hafi tekið á móti mun fleiri manns með öndunarvandræði í gær en á sama tíma á undanförnum árum. „Við erum að sjá töluvert af fólki koma inn með versnun á lungnasjúkdómum, astma og lungnaþembu,“ segir Jón í samtali við Fréttablaðið. Samkvæmt tölum bráðamóttökunnar leituðu allt að fimmtán manns sér hjálpar vegna andþyngsla og súrefnislækkunar í blóði. Hann segir að í sumum tilfellum hafi fólk þurft að leggjast inn á spítala vegna þessa. Þá bendir hann einnig á að fleiri hafi leitað til bráðamóttökunnar vegna öndunarvandræða nú en þegar gaus í Eyjafjallajökli árið 2010. Þess ber að geta að svifryk á höfuðborgarsvæðinu náði hámarki skömmu eftir miðnætti á nýársdag þegar nýju ári var fagnað með sprengingu flugelda en fór aftur niður í eðlilegt ástand síðdegis í gær.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flugeldar Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Svifryk í höfuðborginni: Skyggni mældist um 700 metrar "Þetta er með því mesta sem maður hefur séð held ég,“ segir veðurfræðingur um magn svifryks í höfuðborginni á miðnætti. 1. janúar 2018 08:36