Innlent

Þyrla til Hafnar vegna veðurs

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa átt í nógu að snúast síðastliðna viku.
Þyrlur Landhelgisgæslunnar hafa átt í nógu að snúast síðastliðna viku. Vísir/Ernir
Kallað var eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar laust upp úr miðnætti til að sækja bráðveikan sjúkling til Hafnar í Hornafirði og flytja hann á Landsspítalann í Reykjavík.

Upphaflega stóð til að sækja hann á sjúkraflugvél, en veðurskilyrði á Höfn voru of óhagstæð fyrir hana.

Leiðangur þyrlunnar er hins vegar sagður hafa gengið vel og var sjúkingurinn lagður inn á Landspítalann í nótt - mun fyrr en ef honum hefði verið ekið í sjúkrabíl til Reykjavíkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×