Sport

Þessi lið mætast í úrslitakeppni NFL-deildarinnar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eftir skrautlegt tímabil náði Atlanta Falcons að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Carolina í lokaumferðinni.
Eftir skrautlegt tímabil náði Atlanta Falcons að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni með sigri á Carolina í lokaumferðinni. vísir/getty

Deildarkeppni NFL-deildarinnar lauk á Gamlársdag og var hörð baráttu um síðustu sætin í úrslitakeppninni.

Á meðal þeirra liða sem urðu að bíta í það súra epli að missa af sæti í úrslitakeppninni eru Seattle Seahawks og Baltimore Ravens sem missti sitt sæti á lokasekúndu tímabilsins. Í staðinn fór Buffalo í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 1999.

New England Patriots, Pittsburgh Steelers, Philadelphia Eagles og Minnesota Vikings voru öll með besta árangur tímabilsins, 13-3, og munu fá frí í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. New England og Philadelphia munu halda heimavallarrétti alla leið í úrslitin.

Úrslitakeppnin hefst um næstu helgi og verða allir leikir úrslitakeppnirnar í beinni útsendingu á Sportstöðvum Stöðvar 2.

Laugardagur:

Kl. 21.35: Kansas City - Tennessee
Kl. 01.15: LA Rams - Atlanta

Sunnudagur:

Kl. 18.05: Jacksonville - Buffalo
Kl. 21.40: New Orleans - Carolina

Sitja hjá í fyrstu umferð:

New England Patriots
Pittsburgh Steelers
Philadelphia Eagles
Minnesota Vikings

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.