Lífið

Frank Lampard skýtur á Eið Smára

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eiður er virkilega skemmtilegur á samfélagsmiðlum.
Eiður er virkilega skemmtilegur á samfélagsmiðlum.

Eiður Smári Guðjohnsen birtir skemmtilega mynd á Instagram-reikningi sínum og óskar hann þar fylgjendum sínum gleðilegs nýs árs.

„Eini tími ársins þar sem þetta er leyfilegt,“ segir Eiður með myndinni en á henni er hann að reykja vindil.

Eiður Smári lék lengi með enska knattspyrnuliðinu Chelsea og varð enskur meistari með liðinu. Frank Lampard var liðsfélagi Eiðs hjá Chelsea og skýtur Lampard á Íslendinginn í athugasemd á Instagram.

Þar skrifar hann: „Eini tími ársins...“ og lætur fylgja með tvo mjög hugsandi emoji karla.
 
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.