Enski boltinn

The Independent hvetur fólk til að fylgjast með Jóni Degi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jón Dagur er lykilmaður í U-23 ára liði Fulham.
Jón Dagur er lykilmaður í U-23 ára liði Fulham. vísir/getty

Jón Dagur Þorsteinsson er á lista The Independent yfir 10 unga leikmenn á Englandi til að fylgjast með á árinu 2018.

Jón Dagur, sem er 19 ára, gekk í raðir Fulham frá HK sumarið 2015.

Hann hefur gert góða hluti með U-23 ára liði Fulham og í umsögn The Independent segir að hann sé sennilega mikilvægasti leikmaður þess. Þar segir jafnframt að þess verði ekki langt að bíða að hann fái tækifæri með aðalliði Fulham.

Jón Dagur hefur alls leikið 29 leik með yngri landsliðum Íslands og skorað eitt mark.

West Brom og Chelsea eiga bæði tvo fulltrúa á lista The Independent yfir mest spennandi ungstirnin í enska boltanum.

Listann í heild sinni má sjá með því að smella hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.