Erlent

Fjórir menn teknir af lífi í Egyptalandi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur ítrekað að mikilvægt sé að koma á friði á Sínaískaga.
Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur ítrekað að mikilvægt sé að koma á friði á Sínaískaga. Vísir/AFP
Fjórir menn voru hengdir í Egyptalandi í dag en þeir voru sakaðir um að hafa drepið þrjá menn í sprengjuárás árið 2014 og að tengjast Bræðralagi múslima. Reuters greinir frá.

Mennirnir voru teknir af lífi í Borg al-Arab fangelsinu í Alexandríu en þeir fengu ekki að áfrýja dómum sínum. 

Sprengjuárásin átti sér stað í Kafr al-Sheikh í óeirðaröldu sem fylgdi þegar þáverandi forseti landsins, Mohamed Morsi, var hrakinn frá völdum. Þúsundir meðliða Bræðralagsins og stuðningsmenn þess voru handteknir í kjölfarið. Þá skilgreindu yfirvöld samtökin sem hryðjuverkasamtök. 

Þá voru þrír aðrir dæmdir til dauða í dag og átta til fangelsisvistar, þar með talinn Salah al-feki, fyrrverandi leiðtogi Bræðralags múslima í Kafr al-Sheikh

Í síðustu viku voru fimmtán fangar teknir af lífi. Mennirnir voru hengdir í tveimur fangelsum í norðurhluta landsins. Uppreisnarmenn hafa tekist á við öryggissveitir egypskra yfirvalda í nokkur ár á Sínaískaga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×