Erlent

Fjórir menn teknir af lífi í Egyptalandi

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur ítrekað að mikilvægt sé að koma á friði á Sínaískaga.
Abdul Fattah al-Sisi, forseti Egyptalands, hefur ítrekað að mikilvægt sé að koma á friði á Sínaískaga. Vísir/AFP

Fjórir menn voru hengdir í Egyptalandi í dag en þeir voru sakaðir um að hafa drepið þrjá menn í sprengjuárás árið 2014 og að tengjast Bræðralagi múslima. Reuters greinir frá.

Mennirnir voru teknir af lífi í Borg al-Arab fangelsinu í Alexandríu en þeir fengu ekki að áfrýja dómum sínum. 

Sprengjuárásin átti sér stað í Kafr al-Sheikh í óeirðaröldu sem fylgdi þegar þáverandi forseti landsins, Mohamed Morsi, var hrakinn frá völdum. Þúsundir meðliða Bræðralagsins og stuðningsmenn þess voru handteknir í kjölfarið. Þá skilgreindu yfirvöld samtökin sem hryðjuverkasamtök. 

Þá voru þrír aðrir dæmdir til dauða í dag og átta til fangelsisvistar, þar með talinn Salah al-feki, fyrrverandi leiðtogi Bræðralags múslima í Kafr al-Sheikh

Í síðustu viku voru fimmtán fangar teknir af lífi. Mennirnir voru hengdir í tveimur fangelsum í norðurhluta landsins. Uppreisnarmenn hafa tekist á við öryggissveitir egypskra yfirvalda í nokkur ár á Sínaískaga.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.