Enski boltinn

Ísland á meðal markahæstu þjóða ensku úrvalsdeildarinnar

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gylfi Þór þarf 11 mörk til þess að verða markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni
Gylfi Þór þarf 11 mörk til þess að verða markahæsti Íslendingurinn í ensku úrvalsdeildinni vísir/getty

Ísland er í 24. sæti lista yfir markahæstu þjóðir í ensku úrvalsdeildinni, en samtals hafa leikmenn frá 97 þjóðum skorað mark í deildinni.

Á þeim 25 árum sem enska úrvalsdeildin hefur verið spiluð hafa 17 íslenskir leikmenn komið við sögu og skorað samtals 171 mark.

Efst á listanum er England, engum að óvörum, en 10826 ensk mörk hafa litið dagsins ljós í úrvalsdeildinni. Frakkar eru í öðru sæti með 1477 og Írar í því þriðja með 945 mörk.

Efstir Norðurlandaþjóða eru Norðmenn með 510 mörk í 8. sæti. Danir eru í 20. sæti með 236 mörk og Svíar í 21. sæti með 221.

Næst fyrir ofan Ísland er Trinidad & Tobago með 178 mörk. Listann í heild sinni má sjá hér.

Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru langatkvæðamestir Íslendinga, Gylfi hefur skorað 45 mörk fyrir þrjú félög og Eiður Smári 55 fyrir tvö félög.

Heiðar Helguson náði 27 mörkum og Hermann Hreiðarsson 15, en fleiri komast ekki yfir 10 mörk í úrvalsdeildinni.

Íslenskir markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni
55 Eiður Smári Guðjohnsen - Tottenham, Chelsea
45 Gylfi Þór Sigurðsson - Everton, Swansea, Tottenham
27 Heiðar Helguson - QPR, Bolton, Fulham, Watford
15 Hermann Hreiðarsson - Portsmouth, Charlton, Ipswich, Crystal Palace, MK Dons
7 Guðni Bergsson - Bolton
5 Grétar Rafn Steinsson - Bolton
4 Ívar Ingimarsson - Reading
3 Arnar Gunnlaugsson - Leicester
3 Brynjar Björn Gunnarsson - Reading
2 Jóhann Berg Guðmundsson - Burnley
2 Jóhannes Karl Guðjónsson - Aston Villa
1 Þórður Guðjónsson - Derby County
1 Aron Einar Gunnarsson - Cardiff
1 Þorvaldur Örlygsson - Nottingham ForestAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.