Innlent

Hittast á hverju ári og vigta sig saman

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Samkvæmt baðvigt á Flúðum var nýliðið ár magurt hjá átta körlum á staðnum, sem koma alltaf saman á nýársdag til vigta sig. Ástæðan er sú að þeir léttust allir á árinu, margir um nokkur kíló. Karlarnir hafa hist í fjörutíu ár og vigtað sig saman.

Í húsinu við Högnastíg 12 á Flúðum búa hjónin Örn Einarsson og Marit Anny Einarsson. Þar fer vigtunin alltaf fram klukkan fjögur á nýársdag. Baðvigtin er sótt, stillt upp á góðum stað, lesari er klár og skrifari er klár að skrifa tölurnar niður í dagbók.

Björn Hreiðar Einarsson, alltaf kallaður Deidi var fyrstur á vigtina.

„Það sagði læknir við mig sem ég hitti fyrir ekki svo löngu síðan að þetta væri bara tískufyrirbrigði, ég mætti að vera grannur og ætti vera grannur,“ segir Deidi.

Sumir taka alltaf af sér beltið og allt úr vösunum áður en stigið er á vigtina til að fá sem hagstæðustu tölu. Örn segir vigtunina skemmilegan sið sem gengur mikið út á grín og glens. Niðurstaðan fyrir árið 2017 var ótvíræð, allir höfðu karlarnir lést.

„Sá sem sýnir mest frávik milli ára hann vinnur. Það er ekki verðlaunaveiting formleg nema kannski örlítið í glas,“ segir Örn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×