Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur á Emirates

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar 22. umferðin klárast, og það er enginn smá leikur sem er þar á ferð.

Toppslagur Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea sem verður leikinn á Emirates vellinum.

Chelsea valtaði yfir Stoke á laugardaginn í síðasta leik sínum, 5-0. Arsenal varð hins vegar fyrir vonbrigðum með 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion og gæti Arsene Wenger verið á leiðinni í bann vegna hegðunnar sinnar gagnvart dómurum leiksins að honum loknum.

Þessi lið áttust við á Stamford Bridge í september og gerðu þá markalaust jafntefli. Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar og Chelsea í því þriðja.

Leikur Arsenal og Chelsea verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:30. Strax að leik loknum, eða klukkan 21:45, verður umferðin gerð upp í Messunni.



Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.