Enski boltinn

Upphitun: Stórleikur á Emirates

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er einn leikur á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar 22. umferðin klárast, og það er enginn smá leikur sem er þar á ferð.

Toppslagur Lundúnaliðanna Arsenal og Chelsea sem verður leikinn á Emirates vellinum.

Chelsea valtaði yfir Stoke á laugardaginn í síðasta leik sínum, 5-0. Arsenal varð hins vegar fyrir vonbrigðum með 1-1 jafntefli gegn West Bromwich Albion og gæti Arsene Wenger verið á leiðinni í bann vegna hegðunnar sinnar gagnvart dómurum leiksins að honum loknum.

Þessi lið áttust við á Stamford Bridge í september og gerðu þá markalaust jafntefli. Arsenal er í sjötta sæti deildarinnar og Chelsea í því þriðja.

Leikur Arsenal og Chelsea verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:30. Strax að leik loknum, eða klukkan 21:45, verður umferðin gerð upp í Messunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×