Erlent

Ísraelar borga flóttamönnum fyrir að fara

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Matartími á leikskóla fyrir eritresk flóttabörn í Tel-Avív. Tilskipunin nær ekki til barna.
Matartími á leikskóla fyrir eritresk flóttabörn í Tel-Avív. Tilskipunin nær ekki til barna. vísir/afp
Afrískum hælisleitendum í Ísrael hefur verið gert að yfirgefa landið áður en aprílmánuður gengur í garð. Hælisleitendur sem ekki verða við því eiga á hættu að enda í fangelsi.

Þetta felst í tilskipun ísraelskra stjórnvalda sem tók gildi um áramótin. Í tilskipuninni felst einnig að hælisleitendurnir geta fengið allt að 3.500 dollara, andvirði tæplega 365 þúsund íslenskra króna, fyrir að yfirgefa landið.

Tilskipunin nær ekki til barna og aldraðra eða þeirra sem lent hafa í þrælahaldi eða mansali. Fólkið mun hafa val um hvort það flyst aftur til heimaríkis síns eða þriðja ríkis sem vill taka við því.

Talið er að um 38 þúsund ólöglegir innflytjendur séu nú í Ísrael. Aðgerðin hefur verið gagnrýnd af alþjóðastofnunum og mannréttindasamtökum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×