Innlent

Ungmenni slösuðust á Esjunni vegna flugelda

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. Mynd úr safni.
Tilkynnt var um flugeldaslys í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. Mynd úr safni. Vísir/Vilhelm Gunnarsson

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning vegna flugeldaslyss í hlíðum Esjunnar á ellefta tímanum í kvöld. Sjúkrabílar voru sendir á staðinn og var Björgunarsveitin Kjölur einnig kölluð á vettvang með sexhjól.

Sigurbjörn Guðmundsson varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að þetta hafi farið betur en á horfðist í byrjun.

„Það verða einungis tveir fluttir til skoðunar. Það virðist hafa orðið flugeldaslys og þau fengið í sig glæringar og smá högg. Það er verið að flytja þá í þessum töluðu orðum. Það er enginn alvarlega slasaður. Það leit út fyrir það í upphafi en svo er ekki.“

Sigurbjörn segir að ungmennin hafi sjálf hringt í Neyðarlínuna og kallað eftir aðstoð. Ekki er vitað hvort eitthvað hafi verið búið að eiga við flugeldana áður en þeir voru sprengdir í Esjuhlíðum.

„Það voru líklega fjögur sem lentu í þessu,“ segir Sigurbjörn en hafði ekki upplýsingar um það hvort fleiri ungmenni hafi verið á staðnum þegar slysið varð. Ungmennin eru nú aðstoðuð niður Esjuna og verða tvö þeirra svo flutt á Landspítalann.
 Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.