Erlent

Rúta flaug fram af þverhnípi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðstæður á vettvangi voru björgunarsveitunum erfiðar.
Aðstæður á vettvangi voru björgunarsveitunum erfiðar. Vísir/EPA

Að minnsta kosti 48 létu lífið í Perú í gær þegar rúta steyptist fram af bjargbrún. Hafði hún lent í árekstri við traktor á afar hættulegum vegi fyrir utan höfuðborgina Lima.

Talið er að um rútan hafi verið með um 55 innanborðs og féll hún tugi eða hundruð metra niður bjargið og lenti í fjöru fyrir neðan.

Björgunarstarf gekk erfiðlega því enginn vegur liggur niður í fjöruna þar sem bílflakið lá en flestir um borð í rútunni voru á leið heim til sín í höfuðborginni eftir að hafa fagnað áramótum á heimaslóðum. Björgunarmenn gátu heldur ekki reitt sig á aðstoð þyrlu nema í skamma stundum sökum myrkurs og brimsins við fjöruna.

Samgöngumálaráðherra landsins segir að hafin sé rannsókn á tildrögum slyssins og kannað verði hvernig auka megi öryggi ökumanna á þessum slóðum.

Banaslys á þjóðvegum Perú eru algeng en árið 2016 fórust til að mynda 493 manns í rúmlega 3800 alvarlegum umferðarslysum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.