Erlent

Rúta flaug fram af þverhnípi

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Aðstæður á vettvangi voru björgunarsveitunum erfiðar.
Aðstæður á vettvangi voru björgunarsveitunum erfiðar. Vísir/EPA
Að minnsta kosti 48 létu lífið í Perú í gær þegar rúta steyptist fram af bjargbrún. Hafði hún lent í árekstri við traktor á afar hættulegum vegi fyrir utan höfuðborgina Lima.

Talið er að um rútan hafi verið með um 55 innanborðs og féll hún tugi eða hundruð metra niður bjargið og lenti í fjöru fyrir neðan.

Björgunarstarf gekk erfiðlega því enginn vegur liggur niður í fjöruna þar sem bílflakið lá en flestir um borð í rútunni voru á leið heim til sín í höfuðborginni eftir að hafa fagnað áramótum á heimaslóðum. Björgunarmenn gátu heldur ekki reitt sig á aðstoð þyrlu nema í skamma stundum sökum myrkurs og brimsins við fjöruna.

Samgöngumálaráðherra landsins segir að hafin sé rannsókn á tildrögum slyssins og kannað verði hvernig auka megi öryggi ökumanna á þessum slóðum.

Banaslys á þjóðvegum Perú eru algeng en árið 2016 fórust til að mynda 493 manns í rúmlega 3800 alvarlegum umferðarslysum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×