Körfubolti

Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir Cleveland

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Isiah Thomas spilaði síðast körfuboltaleik í maí með sínum gömlu félögum í Boston Celtics. Sá leikur var einmitt gegn Cleveland Cavaliers
Isiah Thomas spilaði síðast körfuboltaleik í maí með sínum gömlu félögum í Boston Celtics. Sá leikur var einmitt gegn Cleveland Cavaliers Vísir/AFP

Isiah Thomas spilaði loks sinn fyrsta leik fyrir Cleveland Cavaliers í NBA deildinni í körfubolta í nótt, en hann snéri aftur á völlinn eftir sjö mánaða fjarveru vegna meiðsla.

Thomas spilaði 19 mínútur þegar Cleveland mætti Portland Trail Blazers og skoraði 17 stig. LeBron James var stigahæstur í liði Cleveland með 24 stig og 8 stoðsendingar, en Cleveland vann leikinn 127-110.

„Þetta var mjög sérstakt kvöld fyrir mig. Ég hef ekki spilað leik með liðinu en mér fannst eins og ég hefði verið hér í mörg ár að spila með liðinu,“ sagði Thomas eftir leikinn.

Lou Williams kom af bekknum og skoraði 33 stig í sigri LA Clippers á Memphis Grizzlies á heimavelli. Sigurinn var sá fjórði í röð hjá Clippers.

Blake Griffin skoraði 21 stig fyrir Clippers og Tyreke Eveans var stigahæstur í liði Memphis með 18 stig og fimm fráköst.

Williams er stigahæsti varamaðurinn í deildinni með 21,2 stig í meðaltali í leik af bekknum.
Úrslit næturinnar:
Cleveland Cavaliers - Portland Trail Blazers 127-110
New York Knicks - San Antonio Spurs 91-100
Phoenix Suns - Atlanta Hawks 104-103
Sacramento Kings - Charlotte Hornets 111-131
LA Clippers - Memphis Grizzlies 113-105

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.