Erlent

Trump segir hnapp sinn vera stærri og öflugri en hnappur Kim

Atli Ísleifsson skrifar
Deilur þeirra Donald Trump og Kim Jong-un virðast ná nýjum og persónulegri hæðum á hverjum degi.
Deilur þeirra Donald Trump og Kim Jong-un virðast ná nýjum og persónulegri hæðum á hverjum degi. Vísir/AFP
Donald Trump Bandaríkjaforseti hreykti sér í nótt af því að „kjarnornuhnappur“ sinn sé bæði stærri og öflugri en hnappur norðurkóreska leiðtogans Kim Jong-un.

Trump lét orðin falla á Twitter-síðu sinni, en þau koma í kjölfar áramótaávarps Kim þar sem hann sagði hnappinn ávallt vera á skrifborði sínu. Þá sagði Kim að Norður-Kóreumenn myndu einbeita sér að því á árinu að fjöldaframleiða kjarnorkuvopn og þróa frekar eldflaugar sínar.

„Leiðtogi Norður-Kóreu Kim Jong Un greindi frá því að „kjarnorkuhnappurinn sé ávallt á skrifborði sínu“. Er einhver í úr sér genginni og vannærðri stjórn hans vinsamlegast upplýsa hann að ég er líka með kjarnorkuhnapp, en sá er miklu stærri og öflugri en hans, og minn hnappur virkar,” segir í færslu forsetans bandaríska.

Trump lét gamminn geisa á Twitter í gær þar sem hann ræddi einnig um vanþakkláta Palestínumenn sem sýni Bandaríkjamönnum vanvirðingu, framlag sitt til bætts flugöryggis og að hann muni brátt tilkynna um verðlaun fyrir óheiðarlegustu fjölmiðla ársins og ýmislegt fleira.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×