Innlent

Alvarlegt umferðarslys á Esjumelum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi árekstursins.
Frá vettvangi árekstursins. Vísir/Ernir

Alvarlegt umferðarslys varð við Esjumela, austan við Esjuberg, við botn Kollafjarðar um klukkan 9:30 í morgun. Þar lenti vörubíll í árekstri við fólksbíl en tveir voru fluttir á sjúkrahús. Um var að ræða ökumann vörubílsins og ökumann fólksbílsins en annar þeirra er alvarlega slasaður. 

Lögreglan lokaði um tíma fyrir umferð um veginn í morgun og hleypti bílum um reiðveg vegna slyssins. Bað lögreglan vegfarendur um að sýna þolinmæði vegna þessara tafa. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er búið að opnað aðra akreinina á Vesturlandsvegi og stjórnar lögreglan umferð.

Fréttin var uppfærð 13:13.

Miklar umferðartafir eru á vettvangi. Vísir/Ernir


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.