Enski boltinn

Lið Arsenal vængbrotið fyrir leik kvöldsins

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Koscielny mun líklegast ekki geta elt Pedro uppi í kvöld
Koscielny mun líklegast ekki geta elt Pedro uppi í kvöld Vísir/Getty

Arsene Wenger verður líklega án þriggja byrjunarliðsmanna í vörninni þegar Arsenal tekur á móti Chelsea á Emirates vellinum í kvöld.

Nacho Monreal og Sead Kolasinac verða ekki með í kvöld og miklar líkur eru á því að Laurent Koscielny geti ekki tekið þátt heldur.

Kolasinac og Koscielny meiddust báðir gegn West Bromwich Albion á gamlársdag.

„Hællinn er aftur að trufla Koscielny. Þetta leit ekki nógu vel út í gær. Hann er 30 prósent tilbúinn og 70 prósent úti,“ sagði Wenger á blaðamannafundi fyrir leikinn í kvöld.

Þá verður Arsenal einnig án Olivier Giroud og Aaron Ramsey. Mesut Özil gæti komið við sögu, en Wenger sagði þó einnig vera óvissu með það.

Leikur Arsenal og Chelsea er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport frá klukkan 19:30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.