Handbolti

Ómar Ingi missir af landsleiknum í kvöld vegna veikinda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með FH.
Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með FH. Vísir/Anton
Geir Sveinsson, landsliðsþjálfari karla í handbolta, þurfti að gera breytingu á leikmannahópi sínum í dag en íslenska landsliðið mætir Japan í Laugardalshöllinni í kvöld.

Ómar Ingi Magnússon er í EM-hópi Geirs og átti að spila leikinn í kvöld en hann er ekki leikfær vegna veikinda. Ómar Ingi spilar með danska liðinu Aarhus Håndbold en fer til Álaborgarliðsins eftir tímabilið.

Geir ákvað að kalla á hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson inn í hópinn fyrir leikinn í kvöld sem er síðasti heimaleikur íslenska landsliðsins fyrir Evrópumótið í Króatíu sem fer síðan fram seinna í þessum mánuði. Óðinn Þór hefur verið að spila mjög vel með FH í vetur.

Leikmannahópur Íslands í kvöld lítur þannig út:

1    GÚSTAVSSON Björgvin Páll

3    KRISTJÁNSSON Kári Kristján

4    PÁLMARSSON Aron

5    KÁRASON Rúnar

6    HALLGRÍMSSON Ásgeir Örn

7    ATLASON Arnór

8    ELÍSSON Bjarki Már

9    SIGURÐSSON Guðjón Valur

11    GÍSLASON Ýmir Örn

13    GUÐMUNDSSON Ólafur

17    GUNNARSSON Arnór Þór

20    BJÖRGVINSSON Ágúst Elí

21    ARNARSSON Arnar Freyr

25    RÍKHARÐSSON Óðinn Þór

26    GUNNARSSON Bjarki Már

33    SMÁRASON Janus Daði




Fleiri fréttir

Sjá meira


×