Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Íbúar í Reykjanesbæ undirbúa nú málsókn á hendur United Silicon til að ógilda starfsleyfi kísilversins í Helguvík. Einn af forsvarsmönnum hópsins sem stendur á bak við málsóknina segir að opinberar eftirlitsstofnanir hafi brugðist í málinu. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar ræðum við líka við Ali Amoushahi, íranskan arkitekt sem er búsettur hér á landi, í tengslum við mótmælin í Íran sem hafa nú staðið í viku og ekkert lát er á.

Loks kynnum við okkur símahrekk úr sérstöku smáforriti sem fjölmargir Íslendingar hafa orðið fyrir barðinu á undanfarna daga. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.