Fótbolti

Diego Costa ekki lengi að skora í fyrsta leiknum með Atletico Madrid

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Costa fagnar marki sínu.
Diego Costa fagnar marki sínu. Vísir/EPA

Diego Costa var ekki lengi að opna markareikninginn sinn hjá Atletico Madrid þegar hann kom inná sem varamaður í bikarleik á Spáni í kvöld.

Atletico Madrid mætti þá b-deildarliðinu Lleida Esportiu í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum spænska konungsbikarsins og vann öruggan 4-0 sigur.

Atletico Madrid var komið í 2-0 þegar Diego Costa kom inná sem varamaður á 65. mínútu leiksins.

Eftir aðeins fimm mínútur var Diego Costa búinn að koma Atletico í 3-0 en þetta var fyrsti leikur hans fyrir Atletico síðan að hann fór til Chelsea árið 2014.

Diego Costa lenti í útistöðum við Antonio Conte, knattspyrnustjóra Chelsea, í sumar og spilaði ekkert með liðinu. Hann fór síðan til Atletico í september en mátti ekki byrja að spila með liðinu fyrr en að glugginn opnaði aftur 1. janúar 2018.

Diego Godín og Fernando Torres komu Atletico í 2-0 í fyrri hálfleik og Antoine Griezmann innsiglaði síðan 4-0 sigur í uppbótartíma.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.