Innlent

Leigja mögulega TF-SYN til útlanda

Atli Ísleifsson skrifar
TF-SYN er ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar.
TF-SYN er ein af þyrlum Landhelgisgæslunnar. Vísir/stefán

Landhelgisgæslan kannar nú möguleika á að leigja TF-SYN, eina af þremur þyrlum sínum, til verkefna erlendis í tvo mánuði hið minnsta á þessu ári.

Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Með þessu hyggst Landhelgisgæslan bregðast við lækkun fjárheimilda, en með nýsamþykktum fjáraukalögum lækkaði Alþingi framlög til hennar um 61,4 milljónir króna fyrir árið 2017.

Þá lækka framlög til rekstrar Gæslunnar um 20,2 milljónir á milli ára í fjárlögum fyrir árið 2018.

Landhelgisgæslan hefur áður leigt skip, þyrlur og flugvélar sínar til verkefna erlendis.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.