Sport

Lawler barðist með slitið krossband

Magnús Ellert Bjarnason skrifar
Robbie Lawler lætur ekki alvarleg meiðsli stoppa sig í búrinu.
Robbie Lawler lætur ekki alvarleg meiðsli stoppa sig í búrinu. Vísir // Getty Images
Fyrrum veltivigtarmeistari UFC, Robbie Lawler, lætur ekki alvarleg meiðsli stoppa sig frá því að klára bardaga.

Að sögn Dana White, forseta UFC, sleit Lawler krossband í þriðju lotu bardaga gegn Rafal Dos Anjos 16. desember síðastliðinn í Winnipeg, Kanada.  

Þrátt fyrir meiðslin hélt Lawler ótrauður áfram og hefur hann ekki kennt meiðslunum um tapið. Dos Anjos, sem vann bardagann sannfærandi eftir einróma dómaraákvörðun, óskaði Lawler skjóts bata á Twitter.







Lawler hefur ekki farið í aðgerð vegna meiðslanna en búist er við því að hann muni muni gera það á næstu dögum. Talið er að hann verði frá æfingum 6-9 mánuði vegna þessa.

Það er ekkert nýtt að Lawler láti ekki alvarleg meiðsli hafa áhrif á sig í búrinu. Hann sigraði  Rory MacDonald með tæknilegu rothöggi í bardaga ársins 2015, þrátt fyrir að efri vör hans væri illa rifinn, eins og sjá má á myndinni hér að ofan.





MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×