Símenntun og atvinnulífið Valgeir B. Magnússon skrifar 8. janúar 2018 08:11 Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.Hæfnigreiningar Símenntunarmiðstöðvar hafa nýverið hafið vinnu við svokallaðar hæfnigreiningar starfa á vinnumarkaði. Aðferðina hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróað í nánu samstarfi við atvinnulífið og er ætlunin að byggja upp gagnabanka um störf á vinnumarkaði, í hverju þau felast og þá hæfni sem starfsmenn þurfa að búa yfir. Með þessu er farið inn á nýja og áhugaverða braut í góðri samvinnu við atvinnulífið og bind ég miklar vonir við þessa vinnu. Við hjá símenntunarmiðstöðvunum höfum langa reynslu af því að þarfagreina vinnustaði og setja upp fræðsluáætlanir í samstarfi fyrir þá. Út úr þessari vinnu hefur margt jákvætt komið og við tengjum okkur með þessum hætti við atvinnulífið og bjóðum upp á fræðslu sem starfsmennirnir sjálfir óska eftir. Ég tel þó að við þurfum að gera betur í að ná til minni fyrirtækja og þar gæti verið til árangurs fallið að mynda klasa þeirra um ákveðna fræðslu.Styrkur símenntunarstöðva Mikilvægt er að ná til sem flestra með fræðslu því staðreyndin er sú að það er atvinnulífinu kostnaðarsamt ef starfsfólk hefur ekki þá færni og hæfni sem það þarf í sínum störfum. Slíkt getur leitt til óeðlilega mikillar starfsmannaveltu sem þegar upp er staðið er atvinnulífinu og þjóðfélaginu mjög dýrt. Ég geri mér ekki grein fyrir því að hve miklu leyti stjórnendur fyrirtækja eru að hugsa um fræðslumál dags daglega. Það er hins vegar mitt mat að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikilvægt fyrir atvinnulífið að horfa til símenntunar starfsmanna og einmitt nú, einfaldlega vegna þess hversu hraðar breytingar eru á öllum sviðum þjóðfélagsins. Í því liggur styrkur símenntunarmiðstöðvanna að tengja saman atvinnulífið og skólasamfélagið með tiltölulega einföldum hætti. Við eigum auðvelt með að laga námskeið að þörfum atvinnulífsins og sömuleiðis setjum við upp nám inni á vinnustöðunum, sé þess óskað. Og það ber að undirstrika að nútíma fjarskiptatækni gerir það að verkum að símenntunarmiðstöðvarnar starfa náið saman að ýmsum verkefnum, sem kemur bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða.Styrkir úrfræðslusjóðum Ítrekað verðum við þess áskynja að stjórnendur fyrirtækja gera sér ekki grein fyrir að drjúgan hluta kostnaðar við fræðslu starfsmanna eiga þau rétt á að fá endurgreiddan úr starfsmenntasjóðum, enda hafa þau greitt iðgjöld til þeirra. Vefsetrið attin.is vísar veginn í þessum efnum og veitir mikilvægar upplýsingar um hvernig styrkjamálum er háttað. Símenntunarmiðstöðvarnar hafa einnig leiðbeint fyrirtækjum um þær leiðir sem þeim eru færar til að sækja sér styrki úr starfsmenntasjóðum. Í þessu sambandi ber að nefna að ýmist eru fyrirtæki styrkt beint frá viðkomandi starfsmenntasjóði eða þau sækja um lækkun á iðgjöldum til viðkomandi sjóðs, enda sé lögð fram fræðsluáætlun fyrir starfsmenn fyrirtækjanna.Nauðsynlegt að stilla saman strengi Margt í símenntunarmálum á Íslandi er mjög vel gert en engu að síður er mikilvægt að stjórnvöld myndi heildstæða stefnu um hvert við viljum og ætlum okkur að stefna í þessum málum á næstu árum. Stjórnvöld í Noregi hafa mótað sér skýra stefnu í símenntun og hæfniuppbyggingu vinnumarkaðarins til næstu fjögurra ára og samkvæmt henni er markvisst unnið. Að mínu mati þurfa hérlend stjórnvöld að fara að dæmi frænda okkar Norðmanna í því að móta sér langtímastefnu og spyrja sig þeirrar stóru spurningar; hvaða hæfni viljum við byggja upp á vinnumarkaði á næstu árum? Ég tel ótvírætt að við þurfum meiri samhæfingu og samtal til þess að stilla saman strengi og stefna öll í sömu átt. Þessu tengt tel ég brýnt að við endurskoðun laga um framhaldsfræðslu, sem nú er unnið að, verði símenntunarmiðstöðvum gert kleift að víkka út starfsemi sína. Núna þjóna þær lögum samkvæmt fyrst og fremst fólki sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun. Í mínum huga væri það mikið framfaraspor ef símenntunarmiðstöðvarnar gætu með skilvirkari hætti þjónað fólki sem hefur lokið stúdentsprófi, því fjölmargir sem hafa stúdentspróf þurfa ekkert síður á að halda bæði færniuppbyggingu og náms- og starfsráðgjöf.Höfundur er framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, sem á aðild aðKvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Símenntunarmiðstöðvar um land allt starfa í nánu samstarfi við atvinnulífið með námskeiðum af ýmsum toga og heildstæðu námi sem skipulagt er með fyrirtækjunum. Í framtíðinni munum við sem störfum að símenntun og fullorðinsfræðslu án efa beina sjónum okkar í ríkari mæli að því að auka hæfni fólks til þess að takast á við fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Til þess höfum við ýmsar leiðir, t.d. raunfærnimat sem hefur gengið almennt mjög vel og verið mikilvægur þáttur í því að draga fram kunnáttu og reynslu fólks og jafnframt að ýta undir að það sæki sér aukna þekkingu.Hæfnigreiningar Símenntunarmiðstöðvar hafa nýverið hafið vinnu við svokallaðar hæfnigreiningar starfa á vinnumarkaði. Aðferðina hefur Fræðslumiðstöð atvinnulífsins þróað í nánu samstarfi við atvinnulífið og er ætlunin að byggja upp gagnabanka um störf á vinnumarkaði, í hverju þau felast og þá hæfni sem starfsmenn þurfa að búa yfir. Með þessu er farið inn á nýja og áhugaverða braut í góðri samvinnu við atvinnulífið og bind ég miklar vonir við þessa vinnu. Við hjá símenntunarmiðstöðvunum höfum langa reynslu af því að þarfagreina vinnustaði og setja upp fræðsluáætlanir í samstarfi fyrir þá. Út úr þessari vinnu hefur margt jákvætt komið og við tengjum okkur með þessum hætti við atvinnulífið og bjóðum upp á fræðslu sem starfsmennirnir sjálfir óska eftir. Ég tel þó að við þurfum að gera betur í að ná til minni fyrirtækja og þar gæti verið til árangurs fallið að mynda klasa þeirra um ákveðna fræðslu.Styrkur símenntunarstöðva Mikilvægt er að ná til sem flestra með fræðslu því staðreyndin er sú að það er atvinnulífinu kostnaðarsamt ef starfsfólk hefur ekki þá færni og hæfni sem það þarf í sínum störfum. Slíkt getur leitt til óeðlilega mikillar starfsmannaveltu sem þegar upp er staðið er atvinnulífinu og þjóðfélaginu mjög dýrt. Ég geri mér ekki grein fyrir því að hve miklu leyti stjórnendur fyrirtækja eru að hugsa um fræðslumál dags daglega. Það er hins vegar mitt mat að sjaldan eða aldrei hafi verið eins mikilvægt fyrir atvinnulífið að horfa til símenntunar starfsmanna og einmitt nú, einfaldlega vegna þess hversu hraðar breytingar eru á öllum sviðum þjóðfélagsins. Í því liggur styrkur símenntunarmiðstöðvanna að tengja saman atvinnulífið og skólasamfélagið með tiltölulega einföldum hætti. Við eigum auðvelt með að laga námskeið að þörfum atvinnulífsins og sömuleiðis setjum við upp nám inni á vinnustöðunum, sé þess óskað. Og það ber að undirstrika að nútíma fjarskiptatækni gerir það að verkum að símenntunarmiðstöðvarnar starfa náið saman að ýmsum verkefnum, sem kemur bæði einstaklingum og fyrirtækjum til góða.Styrkir úrfræðslusjóðum Ítrekað verðum við þess áskynja að stjórnendur fyrirtækja gera sér ekki grein fyrir að drjúgan hluta kostnaðar við fræðslu starfsmanna eiga þau rétt á að fá endurgreiddan úr starfsmenntasjóðum, enda hafa þau greitt iðgjöld til þeirra. Vefsetrið attin.is vísar veginn í þessum efnum og veitir mikilvægar upplýsingar um hvernig styrkjamálum er háttað. Símenntunarmiðstöðvarnar hafa einnig leiðbeint fyrirtækjum um þær leiðir sem þeim eru færar til að sækja sér styrki úr starfsmenntasjóðum. Í þessu sambandi ber að nefna að ýmist eru fyrirtæki styrkt beint frá viðkomandi starfsmenntasjóði eða þau sækja um lækkun á iðgjöldum til viðkomandi sjóðs, enda sé lögð fram fræðsluáætlun fyrir starfsmenn fyrirtækjanna.Nauðsynlegt að stilla saman strengi Margt í símenntunarmálum á Íslandi er mjög vel gert en engu að síður er mikilvægt að stjórnvöld myndi heildstæða stefnu um hvert við viljum og ætlum okkur að stefna í þessum málum á næstu árum. Stjórnvöld í Noregi hafa mótað sér skýra stefnu í símenntun og hæfniuppbyggingu vinnumarkaðarins til næstu fjögurra ára og samkvæmt henni er markvisst unnið. Að mínu mati þurfa hérlend stjórnvöld að fara að dæmi frænda okkar Norðmanna í því að móta sér langtímastefnu og spyrja sig þeirrar stóru spurningar; hvaða hæfni viljum við byggja upp á vinnumarkaði á næstu árum? Ég tel ótvírætt að við þurfum meiri samhæfingu og samtal til þess að stilla saman strengi og stefna öll í sömu átt. Þessu tengt tel ég brýnt að við endurskoðun laga um framhaldsfræðslu, sem nú er unnið að, verði símenntunarmiðstöðvum gert kleift að víkka út starfsemi sína. Núna þjóna þær lögum samkvæmt fyrst og fremst fólki sem hefur ekki lokið formlegri framhaldsskólamenntun. Í mínum huga væri það mikið framfaraspor ef símenntunarmiðstöðvarnar gætu með skilvirkari hætti þjónað fólki sem hefur lokið stúdentsprófi, því fjölmargir sem hafa stúdentspróf þurfa ekkert síður á að halda bæði færniuppbyggingu og náms- og starfsráðgjöf.Höfundur er framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar, sem á aðild aðKvasi - samtökum fræðslu- og símenntunarmiðstöðva.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun