Körfubolti

Helena ánægð með Haukastelpurnar sínar: „Geggjaður come-back sigur“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rósa Björk Pétursdóttir sýndu úr hverju þær voru gerðar í gær.
Rósa Björk Pétursdóttir sýndu úr hverju þær voru gerðar í gær. Vísir/Ernir
Haukakonur héldu áfram sigurgöngu sinni í Domino´s deildar kvenna í körfubolta í gær þrátt fyrir að vera búnar að missa sinn besta leikmann til Slóvakíu.

Helena Sverrisdóttir spilar með liði Good Angels Kosice í janúar og var því ekki á Ásvöllum í gær þegar Haukaliðið mætti Stjörnunni í fyrsta leik sínum á nýju ár.

Helena var yfirburðarmaður í sigurgöngu kvennaliðs Hauka í desember þar sem hún var með 23,3 stig, 16,5 fráköst og 8,3 stoðsendingar að meðaltali í leik.

Margir höfðu því ekki alltof mikla trú á ungu stelpunum í Haukaliðinu í þessum leik á móti Stjörnunni í gær nú þegar þær þurftu að spila án Helenu.

Útlitið var heldur ekki alltof bjart þegar þær voru þrettán stigum undir tólf mínútum fyrir leikslok. Haukastelpurnar sýndu og sönnuðu að þær eru ekki bara Helena, unnu fjórða leikhlutann 32-17 og þar með leikinn 82-76.

Helena var ánægð með Haukastelpurnar sínar og sendi þeim kveðju á Twitter.



Mestu munaði um framlag Ragnheiðar Bjakar Einarsdóttur sem skoraði 12 af 14 stigum sínum í fjórða leikhlutanum en þær Rósa Björk Pétursdóttir (16 stig) og Dýrfinna Arnardóttir (10 stig) voru líka öflugar í gær auk hinnar bandarísku Cherise Michelle Daniel (28 stig, 12 fráköst, 5 stoðsendingar).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×