Lífið

Málar anda á hinn nýja pitsustað Blackbox

Nonni Dead var að láta pensilinn vinna þegar ljósmyndara bar að garði. Fréttablaðið/Ernir
Nonni Dead var að láta pensilinn vinna þegar ljósmyndara bar að garði. Fréttablaðið/Ernir
„Ég er að mála stækkaða útfærslu af verkum sem ég hef verið að gera,“ segir listamaðurinn Jón Sæmundur Auðarson, betur þekktur sem Nonni Dead, en hann var fenginn til að mála anda á veggi pitsustaðarins Blackbox sem verður opnaður í Borgartúni 26 um miðjan mánuðinn.

Nonni er þekktastur fyrir hauskúpur sínar en inni á staðnum verður þó minna af þeim og meiri hamingja enda trúlega lítil stemning að borða undir hauskúpum.

Blackbox er ný upplifun í pitsum sem lýsir sér þannig að viðskiptavinurinn velur álegg ofan á pitsuna í borði fyrir framan sig og hún eld­bakast svo á innan við tveimur mínútum. Blackbox er í anda bandarískra staða eins og Blaze, MOD og Pizzeria Locale sem hafa slegið í gegn vestanhafs. bb





Fleiri fréttir

Sjá meira


×