Enski boltinn

Aðeins tveir fótboltmenn í heiminum eru meira virði en Harry Kane

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Harry Kane.
Harry Kane. Vísir/Getty
Ný samantekt CIES yfir verðmæti knattspyrnmanna heimsins er nú komin út en sá besti í heimi undanfarin tvö ár er þar bara í 49. sæti sem eflaust flestum á óvart.

Neymar hjá Paris Saint Germain er verðmætasti knattspyrnumaður heims og í öðru sæti er fyrrum liðsfélagi hans hjá Barcelona, Lionel Messi. Neymar er metinn á 213 milljónir evra en Messi er metinn á 202,2 milljónir evra.

Tottenham-maðurinn Harry Kane er í þriðja sæti en verðmæti markahæsta leikmans ensku úrvalsdeildarinnar á árinu 2017 er talið vera 194,7 milljónir evra. Tottenham á tvo verðmætustu leikmennina í enska boltanum því Dele Alli er í sjötta sæti, metinn á 171,3 milljónir evra.

Á undan Dele Alli eru þeir Kylian Mbappe hjá Paris Saint Germain og Paulo Dybala hjá Juventus.

Manchester United mennirnir Romelu Lukaku og Paul Pogba eru báðir á topp tíu listanum og þar er einnig Manchester City maðurinn Kevin de Bruyne og Antoine Griezmann hjá Atletico Madrid sem hefur verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni upp á síðkastið.

Cristiano Ronaldo hefur verið kosinn bestur í heimi undanfarin tvö ár en hann nær samt bara 49. sæti á listanum. Ronaldo er metinn á 80,4 milljónir evra.

Dæmi um leikmenn sem eru á undan Ronaldo á listanum eru menn eins og Raheem Sterling, Marcus Rashford, Alvaro Morata, Christian Eriksen, Alexandre Lacazette, Dries Mertens, Yannick Carrasco og Ciro Immobile svo einhverjir séu nefndir.

Það má finna alla listann með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×