Enski boltinn

Hodgson hrósaði myndbandsdómurum þó þeir væru ekki nýttir

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Roy Hodgson
Roy Hodgson vísir/getty
Roy Hodgson hrósaði myndbandsdómarakerfinu eftir leik Brighton og Crystal Palace í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar í fótbolta í kvöld, þrátt fyrir að það hafi ekki þurft að grípa til tækninnar í leiknum.

„Við verðskulduðum jafntefli, en þeir settu Murray inn á og hann skoraði. Ég trúi því að þeir hafi skoðað þetta því það lítur út fyrir að boltinn fari í hendina á honum, en í endursýningu sést að það var ekki. Til hamingju með myndbandstæknina,“ sagði Hodgson, en hans menn í Crystal Palace töpuðu 2-1 og eru því úr leik í bikarnum.

Glenn Murray skoraði sigurmark Brighton undir lok leiksins. Boltinn fór þá í hnéð á Murray og þaðan í markið, en við fyrstu sín hefði mátt ætla að það hafi verið hendi Murray en ekki hnéð sem kom boltanum yfir marklínuna. 

Andre Marriner, dómari leiksins, notaði myndbandstæknina þó ekki í leiknum, að minnsta kosti ekki með þeim formlega hætti að stoppa leikinn og fá að skoða atvikið. Hann hefur þó líklega ráðfært sig við þá sem horfðu á leikinn í gegnum sjónvarpsskjái áður en hann dæmdi markið gilt.

„Ég vona að myndbandsdómarakerfið hafi hjálpað til í þessu tilfelli. Vonandi tók það rétta ákvörðun. Það virkaði vel, þeir ákváðu að markið ætti að standa og ég get ekki mótmælt því,“ sagði Roy Hodgson. 


Tengdar fréttir

Hodgson efins um myndbandsdómara

Myndbandsdómarar verða notaðir í fyrsta skipti í keppnisleik félagsliða á Englandi á mánudaginn þegar Crystal Palace mætir Brighton í úrvalsdeildarslag í þriðju umferð ensku bikarkeppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×