Körfubolti

LeBron spilaði einn sinn lélegasta leik á ferlinum og Cavs fékk flengingu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron var miður sín í nótt.
LeBron var miður sín í nótt. vísir/getty
LeBron James, leikmaður Cleveland Cavaliers, var úti að aka með sínu liði í nótt og liðsfélagar hans vissu heldur ekkert hvað þeir voru að gera. Útkoman var því eðlilega ekki góð.

Cleveland fékk á baukinn og tapaði með 28 stiga mun gegn Minnesota. Úlfarnir náðu mest 41 stigs forskoti í leiknum.

LeBron var aðeins með 10 stig og hitti úr fjórum af átta skotum sínum. Isaiah Thomas var að spila sinn þriðja leik fyrir Cleveland og var hent úr húsi í þriðja leikhluta en þá var hann búinn að skora níu stig.

Þetta var líka vond nótt fyrir Kyle Lowry hjá Toronto. Hann var borinn af velli eftir að hafa lent illa á bakinu í leik gegn Brooklyn sem Toronto vann í framlengingu.

Úrslit:

Indiana Pacers-Milwaukee Bucks 109-96

Toronto Raptors-Brooklyn Nets 114-113

Houston Rockets-Chicago Bulls 116-107

Minnesota Timberwolves-Cleveland Cavaliers 127-99

New Orleans Pelicans-Detroit Pistons 112-109

San Antonio Spurs-Sacramento Kings 107-100

Golden State Warriors-Denver Nuggets 124-114

Los Angeles Clippers-Atlanta Hawks 108-107

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×