Conor vill mæta Khabib í Rússlandi eftir Mayweather: „Hvernig er ekki hægt að elska hann?“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 30. júní 2017 15:15 Conor með beltin sín. vísir/getty Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White. MMA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira
Írski Íslandsvinurinn og MMA-ofurstjarnan Conor McGregor mætir Floyd Mayweather í hnefaleikahringnum 26. ágúst í Las Vegas eins og allir vita en nú er ljóst hvað Conor vill gera eftir ofurbardagann við Mayweather. Dana White, forseti UFC, segir frá því í viðtali við MMA Junkie að Conor vill næst mæta Khabib Nurmagomedov í bardaga um léttvigtarbeltið í UFC og hann vill að bardaginn fari fram á heimavelli Rússans. Khabib Nurmagomedov og Tony Ferguson hafa átt að mætast þrisvar sinnum á síðustu mánuðum en alltaf hefur þurft að hætta við. Síðasti bardagi þeirra átti að vera um bráðabirgða heimsmeistaratitilinn í léttvigt og sigurvegarinn átti svo að mæta Conor McGregor. Það að Tony Ferguson hafi þurft að fara á sjúkrahús fyrir síðasta bardaga hentar UFC bara ágætlega núna því þeir gætu barist um bráðabirgðabeltið á svipuðum tíma og Conor mætir Floyd. Þá er bara eftir að setja upp bardaga um heimsmeistaratitilinn í léttvigt UFC. „Khabib og Tony verða að berjast. Þetta gæti allt smollið frábærlega saman,“ segir Dana White í viðtali við MMA Junkie. „Þú veist hvað Conor sagði við mig? Hann sagðist vilja mæta Khabib í Rússlandi. Er hann æðislegur eða hvað?“ Helst vilja menn alls ekki mæta jafnsterkum mönnum og Khabib ef þeir eiga sinn heimavöll. Khabib er númer eitt á styrkleikalistanum á eftir meistaranum Conor og það hjálpar Rússanum bara að vera á sínum heimavelli með sitt fólk á bakvið sig. „Conor McGregor er algjör helvítis einhyrningur og er æðislegur. Hann er að fara að keppa við Floyd Mayweather í hnefaleikum og á eftir því vill hann mæta Khabib í Rússlandi,“ segir Dana. „Þetta er það sem gerir drenginn að ofurstjörnu. Á meðan hinir og þessir eru grenjandi í mér um að þeir vilji ekki gera hitt og þetta þá vill Conor boxa við Floyd og berjast svo við Khabib í Rússlandi. Hvernig er ekki hægt að elska Conor McGregor?“ segir Dana White.
MMA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Fleiri fréttir Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sjá meira