Körfubolti

Charlotte Hornets unnu óvæntan sigur á Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Dwight Howard
Dwight Howard vísir/getty

Charlotte Hornets vann óvæntan sigur á Golden State Warriors í nótt 111-100 en Dwight Howard skoraði 29 stig í leiknum.

Liðsmenn Hornets byrjuðu leikinn betur og voru yfir eftir fyrsta leikhluta 32-29. Golden State sótti í sig veðrið þegar líða fór á leikinn og jöfnuðu leikinn fyrir leikhlé 53-53.

Í seinni hálfleiknum spilaði Dwight Howard virkilega vel og var lykilmaðurinn í sigri Hornets en ásamt því að skora 29 stig þá tók hann 13 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þetta var aðeins þriðji útisigur Charlotte Hornets á leiktíðinni.

LA Clippers unnu sigur á nágrönnum sínum í LA Lakers, 106-124, þar sem Blake Griffin var stigahæstur fyrir Clippers með 24 stig en Jordan Clarkson var stigahæstur fyrir Lakers með 20 stig.

Úrslit næturinnar:

Wizards 121-103 Rockets
Raptors 111-108 Hawks
Heat 87-111 Nets
Bulls 119-107 Pacers
Pelicans 120-128 Mavericks
Thunder 95-97 Bucks
Kings 101-111 Suns
Warriors 100-111 Hornets
Lakers 106-121 Clippers

Hér fyrir neðan má sjá brot úr leik Golden State Warriors og Charlotte Hornets.

NBA

Tengdar fréttir

Ótrúleg endurkoma hjá Boston | Myndbönd

Boston sýndi ótrúlega seiglu í nótt er liðið kom til baka gegn Houston eftir að hafa verið 26 stigum undir í leiknum. Boston vann leikinn með einu stigi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.