Innlent

Eldur kviknaði í jólaskreytingu á Hofsvallagötu

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi á Hofsvallagötu í kvöld.
Frá vettvangi á Hofsvallagötu í kvöld. Vísir
Allt tiltækt lið slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu var kallað út að Hofsvallagötu í Vesturbæ Reykjavíkur á ellefta tímanum í kvöld. Eldur reyndist hafa kviknað í jólaskreytingu á rann­sókn­ar­stofu lyfja- og eit­ur­efna­fræði við Hofs­valla­götu 53, að sögn vakthafandi varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Slökkviliðsmenn vinna nú að reykræstingu en slökkviliðsbílar sem kallaðir höfðu verið út aukalega eru farnir af vettvangi.

Sjö útköll hafa borist slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu síðan klukkan 21:10 í kvöld, segir Hlynur Höskuldsson hjá slökkviliðinu í samtali við Vísi. Megnið af útköllum dagsins hafa tengst flugeldum en mikið álag er á slökkviliðinu um þessar mundir.

Þá sinntu slökkviliðsmenn til að mynda útkalli á Laugaveginum í miðbæ Reykjavíkur í kvöld en þar hafði kviknað í rusli og barst eldurinn í klæðningu húss. Reykræst var á nokkrum hæðum hússins.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×