Erlent

Sex létust í flugslysi í Ástralíu

Anton Egilsson skrifar
Flugvélin skall í Hawkesbury-ánni.
Flugvélin skall í Hawkesbury-ánni. Vísir/AFP
Sex létust þegar sjóflugvél brotlenti í á nærri Sydney í Ástralíu í nótt. Tildrög slyssins eru enn óljós.

Fimm farþegar og einn flugmaður voru um borð í flugvélini sem fórst þegar hún skall í Hawkesbury-ánni, sem er um 50 kílómetra norður af borginni Syd­ney.  Á fréttavefnum Sky kemur fram að fjórir þeirra sem létust séu Bretar.

Að því er fram kemur á ástralska fréttavefnum ABC voru kafarar frá lögreglunni sendir á vettvang en flugvélin hafði sokkið á um 13 metra dýpi. Búið er að finna líka allra aðilanna.

„Rannsóknin er komin of stutt á veg til að við vitum hvað olli slysinu,“ sagði Michael Gorman, yfirlögregluþjónn á svæðinu, í samtali við Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×