Innlent

Björgunarsveitir kallaðar út vegna neyðarkalls frá sjó í Hvalfirði

Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar
Vegfarandi tilkynnti ljósmerkið.
Vegfarandi tilkynnti ljósmerkið.
Björgunarsveitir frá Akranesi, Kjalanesi og Reykjavík voru kallaðar út klukkan tólf í dag vegna neyðarkalls sem barst frá sjó. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Vegfarandi tilkynnti um að hann hefði séð neyðarkall með ljósmerki frá sjó, innarlega í Hvalfirðinum.

Fyrstu björgunarbátar eru komnir á flot og eru á leiðinni inn fjörðinn að kanna málið ásamt hópum í landi sem á einnig eru á leið á vettvang.

Uppfært kl. 12:40

Að sögn Davíðs Más Bjarnasonar upplýsingafulltrúa Landsbjargar eru björgunarmenn óðum að nálgast svæðið sem ljósmerkið barst frá, að sögn sjónarvotta. Aðspurður kveðst hann ekki vita hvort umferð sjófara á svæðinu væri mikil í dag. 

„Ég veit ekki hvort margir bátar eru á svæðinu, eða fljúgandi hlutir,“ segir Davíð og bætir við að verið sé að kanna slíkt í augnablikinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×