Körfubolti

Gríska undrið stöðvaði Cleveland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Antetokounmpo fagnar í nótt.
Antetokounmpo fagnar í nótt. Vísir/Getty
Giannis Antetokounmpo fór á kostum þegar að Milwaukee Bucks stöðvaði sigurgöngu Cleveland Cavaliers í NBA-deildinni í nótt með sigri, 119-116. Þetta var aðeins annað tap Cleveland í síðustu 20 leikjum liðsins.

Antetokounpmo skoraði 27 stig fyrir Milwaukee og skoraði stigin í lokin sem tryggði endanlega sigur liðsins. Eric Bledsoe átti einnig góðan leik og skoraði 26 stig.



LeBron James átti stórleik, skoraði 39 stig en það var ekki nóg. James var með sjö stoðsendingar en tók bara eitt frákast í leiknum.

Cleveland var 20 stigum undir í fjórða leikhluta en náði forystunni, 107-105, þegar innan við fimm mínútur voru eftir af leiknum. Liðin skiptust á að vera í forystu eftir þetta og náði Milwaukee að hafa betur í lokin, sem fyrr segir.



Washington vann New Orleans, 116-106. Bradley Beal skoraði 26 stig fyrir Washington.

Sacramento vann Philadelphia, 101-95, en Zach Randolph var stigahæstur hjá Sacramento með 27 stig. Joel Embiid spilaði ekki með Philadelphia vegna bakmeiðsla.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - Sacramento 95-101

Washington - New Orleans 116-106

Milwaukee - Cleveland 119-116

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×