Enski boltinn

Guardiola afskrifar fernuna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guardiola eftir sigurinn í gær.
Guardiola eftir sigurinn í gær. Vísir/Getty
Manchester City komst í undanúrslit ensku deildabikarkeppninnar í gær eftir nauman sigur gegn Leicester eftir vítaspyrnukeppni. Claudio Bravo var hetja City þegar hann varði síðustu spyrnu Leicester.

City hefur leik í ensku bikarkeppninni eins og önnur lið í ensku úrvalsdeildinni snemma á nýju ári og er komið áfram í 16-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Þá er liðið langefst í ensku úrvalsdeildinni.

Pep Guardiola var spurður hvort að City gæti unnið allar fjórar keppninnar en hann var fljótur að útiloka það.

„Það mun ekki gerast. Við höfum núna unnið 16-17 leiki í röð og komust áfram í Meistaradeildinni áður en riðlakeppninni í kvöld. Í kvöld vorum við með marga unga leikmenn,“ sagði hann.

„Þetta er ekki eðlilegt. Maður tapar stigum í fótbolta og maður vinnur ekki allar keppnir. Ég er ekki að hugsa um hversu marga titla við getum unnið heldur bara um næsta leik.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×