Lífið

Verstu lykilorð ársins tíunduð

Samúel Karl Ólason skrifar
Siggi notar lykilorðið 123456. Ekki vera eins og Siggi.
Siggi notar lykilorðið 123456. Ekki vera eins og Siggi. Vísir/Getty
Netöryggisfyrirtækið SpashData hefur birt árlegan lista sinn yfir verstu lykilorð ársins. Nokkur ný lykilorð eru á listanum á milli ára eins og „dragon“, „mustang“, „michael“ og „superman“, en án efa vekur lykilorðið „starwars“ mesta athygli. Lykilorðin „123456“ og „password“ halda sætum sínum yfir allra verstu lykilorðin í heiminum.

Listinn var búinn til úr lista fimm milljóna lykilorða sem lekið höfðu á netið í tölvuárásum á árinu. Að mestu frá notendum í Norður-Ameríku og Evrópu.

Verstu lykilorðin eru:

1. 123456

2. password

3. 12345 (Upp um 17 sæti)

4. 12345678 (Niður um eitt sæti)

5. qwerty (Niður um eitt sæti)

6. 123456789

7. 1234 (Upp um níu sæti)

8. baseball (Nýtt)

9. dragon (Nýtt)

10. football (Nýtt)

11. 1234567 (Niður um fjögur sæti)

12. monkey (Upp um fimm sæti)

13. letmein (Upp um eitt sæti)

14. abc123 (Niður um níu sæti)

15. 111111 (Niður um átta sæti)

16. mustang (Nýtt)

17. access (Nýtt)

18. shadow 

19. master (Nýtt)

20. michael (Nýtt)

21. superman (Nýtt)

22. 696969 (Nýtt)

23. 123123 (Niður um tólf sæti)

24. batman (Nýtt)

25. trustno1 (niður um eitt sæti)

Framkvæmdastjóri SplashData varar við því að nota lykilorð eins og „starwars“ og segir tölvuþrjóta notast við algeng hugtök úr dægurmálamenningu og íþróttum við árásir sínar.

Fyrirtækið gefur notendum þær ráðleggingar að notast ekki við færri en átta stafi í lykilorðum sínum og blanda tölustöfum inn í orðin. Einnig er ekki ráðlagt að nota sama lykilorðið fyrir margar síður. Þá mælir SplashData með því að netverjar notist við hugbúnað sem sér um lykilorð fyrir notendur og býr til örugg lykilorð af handahófi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×