Handbolti

Patti búinn að velja EM-hópinn sinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Patti í leik með Austurríki. Greinilega gaman.
Patti í leik með Austurríki. Greinilega gaman. vísir/getty
Patrekur Jóhannesson, landsliðsþjálfari Austurríkis, er búinn að velja þá leikmenn sem hann tekur með á EM í Króatíu í janúar.

Patti valdi sautján manna hóp en hann má aðeins tefla fram sextán leikmönnum hverju sinni.

„Við erum með ákveðna áætlun og ég breyti ekkert út af henni. Það sem er mikilvægast hjá okkur er stöðugleiki. Ég lít því ekki bara til síðasta leiks heldur hvernig leikmaður hefur verið að standa sig heilt yfir,“ sagði Patti er hann tilkynnti hópinn sinn.

Fyrsti leikur Austurríkismanna á EM er gegn Hvít-Rússum. Síðan mæta þeir heimsmeisturum Frakka og lokaleikur riðlakeppninnar hjá þeim er gegn Norðmönnum.

Austurríski hópurinn:

Thomas Bauer, Massy Essone

Alexander Hermann, Wetzlar

Janko Bozovic, Sporting Lisbon

Sebastian Frimmel, Westwien

Julian Ranftl, Westwien

Robert Weber, Magdeburg

Gerald Zeiner, HC Hard

Lukas Frühstück, Bregenz

Tobias Schopf, Krems

Wilhelm Jelinek, Westwien

Thomas Kandolf, Tirol

Nykola Bilyk, Kiel

Tobias Wagner, Balingen

Kristian Pilipovic, RK Nexe

Lukas Herburger, HC Hard

Cristoph Neuhold, ASV Hamm-Westfahlen

Romas Kirveliavicius, Coburg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×