Sport

P. Diddy vill kaupa Panthers

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Jerry Richardsson, meirihlutaeigandi í NFL liði Carolina Panthers, ætlar að selja sinn hlut í félaginu eftir tímabilið.

Tilkynningin kom aðeins tveimur dögum eftir að Richardsson var sakaður um kynþáttaníð og kynferðislega áreitni gagnvart starfsmönnum félagsins.

Rapparinn P. Diddy er meðal þeirra sem hafa sýnt áhuga á að kaupa félagið. Colin Kaeperncik og Steph Curry hafa stutt rapparann, en eins og er eru öll félög NFL deildarinnar nema eitt eign hvítra karlmanna.

Cam Newton, leikstjórnandi Panthers, sagðist spenntur fyrir því að fá rapparann til félagsins, en á sama tíma sé hann ósáttur við brotthvarf Richardsson og að samfélagið sé búið að dæma Richardsson án þess ásakanirnar á hendur honum hafi verið sannaðar.

„Að vera í stöðu sem þessari eftir að hafa gengið í gegnum það að hafa nafn mitt bendlað við hluti. Ég tek kynferðislega áreitni mjög alvarlega, en ásakanir, þær eru allt annað.“

Fjallað var um málið í Sportpakkanum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og má sjá innslagið í spilaranum hér að ofan.

NFL


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.